Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 318 . mál.


686. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Skúla Eggert Þórðarson skattrannsóknar stjóra og Jónatan Þórmundsson prófessor.
    Frumvarpið er þáttur í heildarendurskoðun viðurlagaákvæða í skattalögum og bókhaldslög um. Það er lagt fram ásamt tveimur öðrum frumvörpum, frumvarpi til laga um breyting á refsi ákvæðum nokkurra skattalaga, 319. máli, og enn fremur frumvarpi til laga um breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, lögum um ársreikninga, nr. 144/1994, o.fl. sem efnahags- og við skiptanefnd flytur.
    Nefndin leggur til nokkrar breytingar á frumvarpinu sem eru tæknilegs eðlis. Annars vegar er um að ræða breytingar á 1. mgr. 1. gr. sem helgast af því að ákvæði laga um tekjustofna sveit arfélaga og laga um tryggingargjald sem tilgreind eru í frumvarpinu eru eyðuákvæði sem vísa aftur í lög um tekjuskatt og eignarskatt. Hins vegar er lagt til, samkvæmt ábendingu frumvarps höfunda, að tilvísanir í 2. mgr. 1. gr. verði nákvæmari.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þessum breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Guðmundur Árni Stefánsson og Ólafur Þ. Þórðarson.

Alþingi, 16. febr. 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Kristinn H. Gunnarsson.     Jón Helgason.
    form., frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Anna Ólafsdóttir Björnsson.     Björn Bjarnason.

Ey. Kon. Jónsson.